Reynslumikill Króati í Tindastól

Tindastóll er kominn með liðsstyrk.
Tindastóll er kominn með liðsstyrk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hinn 38 ára gamla Jasmin Perkovic um að leika með liðinu á komandi tímabili. 

Perkovic er 2,05 metrar á hæð, yfir 100 kíló og er því stór og stæðilegur. Perkovic varð deildarmeistari í Slóvakíu með Inter Bratislava á síðustu leiktíð og austurrískur meistari með BC Vienna árið 2015. 

Hann hefur komið víða við og m.a. leikið með liðum í Slóveníu, Bosníu, Grikklandi, Ítalíu og Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert