Johnson úr KR í Val

Kiana Johnson er komin til Vals.
Kiana Johnson er komin til Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kiana Johnson er gengin í raðir Íslandsmeistara Vals í körfuknattleik kvenna en hún lék með KR á síðustu leiktíð.

Kiana skoraði 23,2 stig, tók 10,4 fráköst, gaf 7,3 stoðsendingar og stal 3,4 boltunum að meðaltali í leik með KR í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð.

„Við erum full tilhlökkunar við að bæta Kiönu í hópinn. Hún er leikmaður sem við þekkjum vel eftir að hafa leikið 9 leiki við KR liðið á síðustu leiktíð þar sem hún gerði okkur lifið leitt. Kiana mun leika lykilhlutverk á báðum endum vallarins og vonandi hjálpa okkur í áttina að frekari velgengni,“ segir Darri Freyr Atlason þjálfari Vals í fréttatilkynningu frá Val.

„Ég er full tilhlökkunar að spila með Val í vetur. Ég þekki liðið og stelpurnar nokkuð vel enda spilaði ég við þær mörgum sinnum á síðasta tímabili. Eins og hópurinn lítur út og þær stelpur sem hafa bæst við er ég sannfærð um að við getum náð góðum árangri í vetur,“ segir Kiana Johnson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert