Stórleikur Önnu dugði skammt

Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 32 stig fyrir íslenska liðið gegn …
Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 32 stig fyrir íslenska liðið gegn Úkraínu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska stúlknalandsliðið í körfuknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, tapaði í dag með sautján stigum fyrir Úkraínu í leik um 13.-16. sæti í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.

Úkraína leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta sigldu þær úkraínsku fram úr og var staðan 42:30, úkraínska liðinu í vil, í hálfleik. Íslenska liðið minnkaði muninn í þriðja leikhluta í sjö stig en lengra komst íslenska liðið og ekki og Úkraína fagnaði sigri.

Anna Ingunn Svansdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 32 stig og fimm fráköst en Ásta Júlía Grímsdóttir var einnig atkvæðamikil með 9 stig. Ísland mætir annaðhvort Lúxembúrg eða Eistlandi í leik um 15. sætið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert