Þótt þetta hallærislegt í gegnum tíðina

Hlynur á æfingunni í dag.
Hlynur á æfingunni í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hlyn­ur Bær­ings­son er í ís­lenska landsliðshópn­um í körfu­bolta sem mæt­ir Portúgal og Sviss í for­keppni fyr­ir undan­keppni EM 2021 í næsta mánuði. Hlyn­ur gaf það út eft­ir leik gegn Portúgal í fe­brú­ar að hann væri hætt­ur með landsliðinu.

Vegna for­falla í landsliðinu var kallað á Hlyn á ný og hann svaraði kall­inu. Hlyn­ur var glaður í bragði þegar mbl.is spjallaði við hann á landsliðsæfingu í Selja­skóla í dag. 

„Ég neitaði fyrst. Ég hafði ekki áhuga á að vera einn af þeim leik­mönn­um sem hætt­ir við að hætta. Mér hef­ur þótt það frek­ar hallæris­legt í gegn­um tíðina þegar menn eru að því. Áður en ég vissi að var ég orðin týp­an sem ég var bú­inn að gera grín að all­an minn fer­il. Það er erfitt að kyngja því og ég er lít­ill í mér fyr­ir blaðamanna­fund sem ég þarf að fara á," sagði Hlyn­ur bros­andi. 

Hlynur Bæringsson var hylltur eftir 125. landsleikinn, sem átti að …
Hlyn­ur Bær­ings­son var hyllt­ur eft­ir 125. lands­leik­inn, sem átti að vera sá síðasti. Har­ald­ur Jónas­son/​Hari

„Þeir töluðu við mig nokkr­ir í röð; Hauk­ur, Bald­ur Ragn­ars, Finn­ur og svo Craig. Ég hélt fyrst þeir væru að djóka, en svo endaði ég á að segja já. Stór hluti af þessu var að það vant­ar Kristó­fer, Sigga og svo Hauk líka," sagði Hlyn­ur, en Kristó­fer Acox, Sig­urður Gunn­ar Þor­steins­son og Hauk­ur Helgi Páls­son eru ekki með í verk­efn­inu. 

Er því miður ár­inu eldri

Hlyn­ur seg­ist vera í fínu standi, þótt hann hafi ekki bú­ist við að mæta í leiki með landsliðinu á þess­um tíma­punkti. 

„Mér líður ágæt­lega fyr­ir þetta verk­efni. Ég er ekki al­veg kom­inn í mitt besta stand en það kem­ur með hverri æf­ingu. Þetta er svo­lítið sjokk, þar sem ég bjóst ekki við að vera með. Ég hefði und­ir­búið mig öðru­vísi ef ég hefði vitað að landsliðið væri í júlí. Það tók mig því tíma að kom­ast í gang, því ég er því miður orðinn ár­inu eldri. Ann­ars líður mér ágæt­lega, maður verður að þekkja sín tak­mörk og vera sátt­ur við sitt.

Ég hef ekk­ert skotið eða spilað í sum­ar. Ég hef mest verið að lyfta og er í ágætu standi þannig. Ég hef eig­in­lega ekk­ert verið í sal, nema þegar ég er að þjálfa litla krakka. Ég var ekki byrjaður að búa mig und­ir að spila, þar sem ég hélt ég myndi ekki byrja spila fyrr en í sept­em­ber eða októ­ber," sagði Hlyn­ur Bær­ings­son. 

Hlynur Bæringsson
Hlyn­ur Bær­ings­son mbl.is/​Har­ald­ur Jónas­son/​Hari
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert