Gunnar hættur í Keflavík

Gunnar Ólafsson á æfingu íslenska landsliðsins í Seljaskóla í gær.
Gunnar Ólafsson á æfingu íslenska landsliðsins í Seljaskóla í gær. mbl.is//Hari

Körfuknatt­leik­skapp­inn Gunn­ar Ólafs­son hef­ur rift samn­ingi sín­um við Kefla­vík en þetta staðfesti hann í sam­tali við mbl.is í gær. Gunn­ar gekk til liðs við Kefla­vík fyr­ir síðasta tíma­bil en þar áður hafði hann leikið með St. Franc­is-há­skól­an­um í New York í Banda­ríkj­un­um und­an­far­in þrjú ár. 

„Mark­miðið er að spila er­lend­is á næstu leiktíð og ég er í raun bara að vinna í því núna að koma mér út,“ sagði Gunn­ar í sam­tali við mbl.is á æf­ingu ís­lenska landsliðsins í Selja­skóla í gær. „Þessi ákvörðun mín að yf­ir­gefa Kefla­vík hef­ur ekk­ert með það að gera að Sverr­ir hafi hætt með liðið. Ég rifti mín­um samn­ingi dag­inn áður en Sverr­ir sagði upp, þannig að það var í raun bara til­vilj­un að þetta skyldi hitt­ast svona á.“

Gunn­ar átti mjög gott tíma­bil með Kefl­vík­ing­um síðasta vet­ur og skoraði 14 stig að meðaltali, tók 4 frá­köst og gaf tvær stoðsend­ing­ar. Gunn­ar viður­kenn­ir að það sé mögu­leiki á því að hann sé ekki á leiðinni utan en hann var einn af betri varn­ar­mönn­um deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð.

„Ég er meðvitaður um það að það get­ur allt gerst í þessu og það er al­veg mögu­leiki á því að ég fari ekki út, ég geri mér grein fyr­ir því. Ef það verður staðan í haust þá veit ég ekki al­veg hvað ger­ist. Ég vil ekki úti­loka neitt og kannski fer það svo að ég endi á að taka slag­inn í ís­lensku úr­vals­deild­inni á næstu leiktíð.“

Móður­bróðir Gunn­ars er körfu­boltagoðsögn­in Falur Harðar­son en hann þjálf­ar í dag nýliða Fjöln­is sem tryggðu sér sæti í efstu deild síðasta vor.

„Það væri vissu­lega ákveðin róm­an­tík í því að spila fyr­ir Fal og við höf­um rætt þetta nokkr­um sinn­um í fjöl­skyldu­boðum í gegn­um tíðina. Hvort þetta sé rétti tíma­punkt­ur­inn til þess að gera það þarf eig­in­lega bara að koma í ljós en það er frek­ar ólík­legt að ég sé að fara í Fjölni eins og staðan er í dag,“ sagði Gunn­ar í sam­tali við mbl.is.

Gunnar Ólafsson var einn besti varnarmaður úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð …
Gunn­ar Ólafs­son var einn besti varn­ar­maður úr­vals­deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð en hér er hann í bar­átt­unni við Íslands­meist­ar­ann Kristó­fer Acox. mbl.is//​Hari
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert