Almar Orri til Ítalíu

Almar Orri Atlason.
Almar Orri Atlason. Ljósmynd/KR

Almar Orri Atlason, leikmaður KR í körfubolta, hefur skrifað undir samning við Stella Azzurra í Róm á Ítalíu. Almar Orri vakti athygli í Danmörku þar sem U15 ára landsliðin léku.

Almar Orri heldur utan í lok mánaðarins og flytur ásamt foreldrum sínum, segir í tilkynningu frá KR. Þess má geta að Almar er yngri bróðir Darra Freys Atlasonar, þjálfara meistaraliðs kvenna hjá Val.

„Þetta er mikið tækifæri fyrir Almar Orra, en fyrir hefur Kristinn Pálsson úr Njarðvík verið hjá Ítölunum. Við hjá KR körfu óskum Almari Orra alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með kappanum,“ segja KR-ingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert