Setti fjölskylduna í fyrsta sætið

Collin Pryor yfirgaf Stjörnuna nokkuð óvænt fyrr í sumar en …
Collin Pryor yfirgaf Stjörnuna nokkuð óvænt fyrr í sumar en hann er opinn fyrir því að reyna fyrir sér á erlendri grundu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er ákveðin biðstaða í mín­um mál­um eins og staðan er núna,“ sagði Coll­in Ant­hony Pryor, landsliðsmaður í körfuknatt­leik, í sam­tali við mbl.is á æf­ingu ís­lenska landsliðsins í Laug­ar­dals­höll í gær.

Coll­in yf­ir­gaf Stjörn­una nokkuð óvænt þann 10. júlí síðastliðinn en hann gekk til liðs við Garðbæ­inga vorið 2017 þegar hann kom til fé­lags­ins frá Fjölni í Grafar­vogi. Fram­herj­inn skoraði 10,5 stig að meðaltali og tók 5,4 frá­köst í leik með liðinu á tíma sín­um í Garðabæn­um og þá varð hann deild­ar- og bikar­meist­ari með Stjörn­unni á síðustu leiktíð.

„Planið er að vanda valið og þá erum ég og fjöl­skylda mín opin fyr­ir því að prófa eitt­hvað al­veg nýtt. Hvort sem það verður í Evr­ópu eða Íslandi þarf eig­in­lega bara að koma í ljós en ég, kon­an mín og son­ur minn erum öll spennt fyr­ir kom­andi tím­um.“

Coll­in er 29 ára gam­all en hann hef­ur leikið á Íslandi frá ár­inu 2013 þegar hann gekk til liðs við FSU en hann fékk ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt á síðasta ári.

„Það hef­ur verið ein­hver áhugi, bæði frá liðum í Evr­ópu sem og á Íslandi, en ég mun fara vel yfir öll til­boð sem ber­ast með fjöl­skyld­unni minni og taka svo ákvörðun út frá því. Það hef­ur ekk­ert form­legt til­boð borist ennþá en það er ekk­ert stress í mér eins og staðan er núna. Við bíðum bara og sjá­um hvað ger­ist í haust.“

Fram­herj­inn viður­kenn­ir að það hafi verið erfitt að yf­ir­gefa Stjörn­una þar sem hann hef­ur leikið frá ár­inu 2017 en seg­ir að það hafi verið rétt ákvörðun að kveðja fé­lagið á þess­um tíma­punkti.

„Það var leiðin­legt að yf­ir­gefa Stjörn­una á þenn­an hátt. Ég fór í Garðabæ­inn til þess að ná ákveðnum mark­miðum sem tókst ekki sem var vissu­lega svekkj­andi þar sem við vor­um með liðið til þess að gera frá­bæra hluti. Þegar allt kem­ur til alls ákvað ég að fara því það var best fyr­ir mig og fjöl­skyldu mína. Ég setti fjöl­skyld­una í fyrsta sætið í þetta skiptið og þótt þetta hafi verið erfið ákvörðun var þetta rétta ákvörðunin,“ sagði Col­in Pryor í sam­tali við mbl.is.

Collin Pryor varð deildar- og bikarmeistari með Stjörnunni á síðustu …
Coll­in Pryor varð deild­ar- og bikar­meist­ari með Stjörn­unni á síðustu leiktíð. mbl.is/​Hari
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert