Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við bandaríska bakvörðinn Keiru Robinson um að leika með meistaraflokki kvenna í úrvalsdeildinni, Dominos-deildinni, í vetur.
Keira er 25 ára gömul og lék með Virginia Commonwealth háskólanum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Á atvinnumannaferlinum hefur hún leikið með liðum á Spáni og í Argentínu.
Skallagrímur endaði í sjöunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en liðinu er spáð sama sæti í ár í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara deildarinnar.