LeBron James og samherjar hans í Los Angeles Lakers virðast óstöðvandi í NBA-deildinni í körfubolta um þessar mundir. Liðið vann sinn sjöunda leik í röð á heimavelli gegn Miami Heat í nótt, 95:80.
Lakers tapaði fyrir grönnum sínum í Clippers í fyrsta leik en hefur unnið alla leiki sína síðan. Anthony Davis skoraði 26 stig fyrir Lakers og LeBron gerði 25 stig. Jimmy Butler skoraði 22 fyrir Miami.
Ótrúlegur leikur Damian Lillard fyrir Portland dugði ekki til á heimavelli gegn Brooklyn Nets. Lillard skoraði 60 stig, en Brooklyn hafði betur, 119:115. Sigurinn er sá fyrsti á útivelli hjá Brooklyn og hefur Portland enn ekki unnið heimaleik.
Bojan Bogdanovic var hetja Utah Jazz í 103:100-heimasigri á Milwaukee Bucks. Bogdanovic skoraði flautuþrist í blálokin og tryggði Utah sigur. Hann skoraði 33 stig og Giannis Antetokounmpo gerði 30 stig fyrir Milwaukee.
Úrslitin úr leikjum næturinnar í NBA:
Indiana Pacers - Detroit Pistons 112:106
Orlando Magic - Memphis Grizzlies 118:86
Washington Wizards - Cleveland Cavaliers 100:113
Atlanta Hawks - Sacramento Kings 109:121
Minnesota Timberwolves - Golden State Warriors 125:119
New Orleans Pelicans - Toronto Raptors 104:122
Dallas Mavericks - New York Knicks 102:106
Denver Nuggets - Philadelphia 76ers 100:97
Utah Jazz - Milwaukee Bucks 103:100
Portland Trail Blazers 115:119
Los Angeles Lakers - Miami Heat 95:80