Skallagrímur vann afar sannfærandi 83:55-sigur á Haukum í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti í áttundu umferð. Skallagrímur vann fyrsta leikhlutann 22:5 og voru Haukar ekki líklegir til að jafna eftir það.
Danska landsliðkonan Emilie Hessedal fór á kostum fyrir Skallagrím og skoraði 32 stig, tók 14 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á aðeins 29 mínútum, en hún spilar tæpar 38 mínútur að meðaltali í leik.
Keira Robinson skilaði þrefaldri tvennu, en hún skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.
Ásvellir, Úrvalsdeild kvenna, 22. nóvember 2019.
Gangur leiksins:: 3:5, 3:9, 3:18, 5:22, 7:27, 9:31, 17:35, 18:41, 20:47, 28:58, 32:64, 37:69, 43:74, 45:81, 51:81, 55:83.
Haukar: Jannetje Guijt 14/4 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 12/10 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/10 fráköst/10 stoðsendingar, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Bríet Lilja Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 3, Lovísa Björt Henningsdóttir 2.
Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.
Skallagrímur: Emilie Sofie Hesseldal 32/14 fráköst/5 stolnir, Keira Breeanne Robinson 14/10 fráköst/11 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13/12 fráköst/6 stoðsendingar, Clara Mathilde Colding-Poulsen 7, Arnina Lena Runarsdottir 7, Maja Michalska 4, Gunnhildur Lind Hansdóttir 4, Arna Hrönn Ámundadóttir 2/5 fráköst.
Fráköst: 35 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson, Georgia Olga Kristiansen.
Áhorfendur: 77