Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, staðfesti við Vísi í dag að til skoðunar sé hvort grunur um veðmálasvindl tengt leik ÍR og Tindastóls í Dominos-deild karla sem fram fór í gærkvöld eigi við rök að styðjast.
Vísir segir í frétt sinni að sterkur orðrómur hafi farið á kreik í gærkvöld um að óeðlilega mikið hefði verið veðjað á leikinn og í kjölfarið hefðu stuðlar á hann breyst mikið skömmu áður en hann hófst. Heimildir hermi að veðmálasíður hafi talið leikinn grunsamlegan og hann sé í skoðun hjá einhverjum þeirra. Grunurinn beinst að ákveðnum leikmönnum í liði Tindastóls en ekki ÍR, sem vann leikinn 92:84.
„Við vitum af þessari vá og hættu. Við vitum af þessu vandamáli sem er ein alvarlegasti váin í íþróttaheiminum í dag. Þetta mál er mikið rætt á fundum sem ég sæki erlendis og menn hafa eðlilega áhyggjur af þessari þróun,“ segir Hannes S. Jónsson við Vísi.