Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir var í dag valin íþróttamaður Vals árið 2019. Helena átti risastóran þátt í að Valur vann þrefalt á árinu.
Valskonur urðu deilda- bikar og Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð í fyrsta skipti. Helena gekk í raðir Vals á miðju síðasta tímabili og voru Valskonur óstöðvandi eftir komu hennar.
Helena hefur lengi verið fremsta körfuknattleikskona landsins og er mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu. Valskonur í toppsæti Dominos-deildarinnar með 22 stig eftir 13 leiki.