Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant lést í dag aðeins 41 árs að aldri. Var hann á meðal farþega í þyrlu sem hrapaði í Calabasas í Kaliforníu.
Bryant er einn besti körfuboltamaður allra tíma, en hann var fær á fleiri sviðum, því hann vann Óskarsverðlaun árið 2018.
Bryant vann Óskarinn fyrir bestu stuttmyndina í flokki teiknimynda en myndin Dear Basketball var byggð á ljóði sem Bryant samdi um körfubolta, í kjölfar þess að hann lagði skóna á hilluna.
Bryant, sem leikstýrði myndinni, er fyrsti atvinnumaðurinn í íþróttum til að vinna Óskarsverðlaun.
Myndina má nálgast með því að smella hér.