Kobe Bryant látinn eftir þyrluslys

Kobe Bryant er látinn, 41 árs.
Kobe Bryant er látinn, 41 árs. AFP

Körfuboltagoðsögnin Kobe Bryant var á meðal þeirra sem létust í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í kvöld. Bryant er af mörgum talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma. Bandaríkjamaðurinn var 41 árs og lætur eftir sig eiginkonu og þrjár dætur.

Að sögn ESPN kviknaði í einkaþyrlu Bryant með þeim afleiðingum að hún hrapaði og allir um borð létust samstundis. Mikil þoka var á svæðinu og aðstæður til flugs erfiðar. 

Bryant er fjórði stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi með 33.643 stig. Lék hann allan atvinnumannsferilinn með Los Angeles Lakers, alls 20 ár, og er ein mesta goðsögn félagsins frá upphafi. 

Bryant varð fimm sinnum NBA-meistari með Lakers og var í tvígang valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar og einu sinni mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Hann var 18 sinnum valinn í úrvalslið Vesturdeildarinnar. 

Bryant varð ólympíumeistari með Bandaríkjunum í Peking 2008 og í London 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert