Skoraði 76 stig í Höllinni

Keira Robinson með boltann í úrslitaleiknum í gær. Ekki má …
Keira Robinson með boltann í úrslitaleiknum í gær. Ekki má líta af henni og Ástrós Lena Ægisdóttir leikmaður KR gerir sér grein fyrir því. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Kiera Robin­son fór á kost­um í liði Skalla­gríms í Geys­is­bik­arn­um. Hún var val­in maður leiks­ins í úr­slita­leikn­um gegn KR þar sem hún skoraði 32 stig. Í undanúr­slit­un­um gegn Hauk­um á fimmtu­dag­inn skoraði hún 44 stig. 

„Þetta var virki­lega skemmti­legt. Við vor­um bros­andi frá fyrstu mín­útu enda var eng­in pressa á okk­ur. Við kom­um því til leiks með því hug­ar­fari að njóta leiks­ins og það gerðum við. Stuðnings­menn­irn­ir stóðu við bakið á okk­ur og við slökuðum bara á í öxl­un­um og höfðum gam­an að því að spila körfu­bolta,“ sagði Robin­son þegar mbl.is spjallaði við hana í Laug­ar­dals­höll­inni þegar niðurstaðan lá fyr­ir en Skalla­grím­ur vann 66:49. 

Eft­ir frá­bær­an sig­ur KR á frá­far­andi bikar­meist­ur­um Vals áttu marg­ir von á því að meðbyr­inn yrði með KR í úr­slita­leikn­um. 

„Við áttuðum okk­ur á því að við vær­um að mæta sterku liði. KR er frá­bært lið með flotta leik­menn. Það var því eng­in spurn­ing um að þetta yrði bar­átta og við þyrft­um á okk­ar besta að halda til að vinna.“

Robin­son var val­in maður leiks­ins eft­ir úr­slita­leik­inn af KKÍ en hún var ill­viðráðan­leg eins og stiga­skorið sýn­ir en hún skoraði rétt tæp­lega helm­ing stiga Skalla­gríms. Í 8-liða úr­slit­um keppn­inn­ar gegn ÍR í janú­ar skoraði hún 21 stig og í bik­arn­um í ár skoraði hún því 32 stig að meðaltali í þrem­ur leikj­um. 

„Ég verð að hrósa liðsfé­lög­um mín­um því þær hafa mikla trú á mér. Þær leyfa mér að taka mörg skot og hafa trú á því að ég geti skorað. Ég er þakk­lát fyr­ir það,“ sagði Robin­son við mbl.is. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert