Geggjað að fá stærra hlutverk

Tryggvi Snær Hlinason og Andre Jones eigast við undir körfunni …
Tryggvi Snær Hlinason og Andre Jones eigast við undir körfunni í leiknum í kvöld. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Tryggvi Snær Hlina­son var óstöðvandi í 83:74-sigri Íslands á Slóvakíu í for­keppni HM í körfu­bolta 2023 í Laug­ar­dals­höll í kvöld. Ísland tapaði fyr­ir Kósóvó í fyrsta leik og er því með einn sig­ur og eitt tap eft­ir fyrstu tvo leik­ina. 

„Liðsvörn­in okk­ar var betri en í fyrsta leikn­um. Við gáf­um mun færri færi á okk­ur en á móti Kósóvó þar sem við gáf­um þeim of mörg frí skot. Við náðum að loka á þá í þetta skiptið og það var vel gert hjá okk­ur.

Tryggvi Snær í leiknum í kvöld.
Tryggvi Snær í leikn­um í kvöld. Ljós­mynd/​KKÍ/​Jón­as

Okk­ur tókst svo að gera það sem við ætluðum að gera í sókn­inni. Við gerðum þær árás­ir sem við vild­um gera og náðum að búa til skot sem við sett­um niður. Marg­ir settu niður stór skot, t.d. Kári var mjög heit­ur,“ sagði Tryggvi í sam­tali við mbl.is eft­ir leik­inn. 

Ísland var með for­yst­una nán­ast all­an leik­inn og hélt Slóvök­um í skefj­um, sér­stak­lega í seinni hálfleik. Sig­ur­inn var að lok­um sann­fær­andi. 

Náðu að loka á besta mann Slóvaka

„Manni leið ekk­ert geggjað vel í byrj­un en svo náðum við dampi í þetta og áttuðum okk­ur bet­ur á því hvernig þeir spiluðu. Við náðum að loka vel á Vla­dimír Brodzi­an­sky, þeirra besta mann sem spil­ar á Spáni. Pavel vann geggjað starf á hon­um í vörn­inni.“

Tryggvi var eini leikmaður ís­lenska hóps­ins sem spil­ar er­lend­is og vant­ar marga sterka leik­menn. Hann er ánægður að fá stærra hlut­verk inn­an liðsins. 

„Það er geggjað að fá stærra hlut­verk þegar það vant­ar stærri menn, það þarf að fylla upp í og ég tek glaður við þessu hlut­verki. Það vant­ar bæði Hauk og Mart­in sem eru okk­ar bestu leik­menn. Við náðum að fylla vel í þeirra skarð í dag og spila hörku­vel.“

Tryggvi skoraði sjálf­ur 26 stig, tók 17 frá­köst, varði átta skot og gaf eina stoðsend­ingu. Hann endaði með 41 fram­lagspunkt, rétt tæp­lega helm­ingi fleiri en næstu menn. „Á meðan við vinn­um er ég stolt­ur og enn meira þegar töl­urn­ar eru svona skemmti­leg­ar,“ sagði Tryggvi Snær. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert