Reiður þjálfari Hamars lætur KKÍ heyra það

Mate Dalmay, þjálfari Hamars.
Mate Dalmay, þjálfari Hamars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fúll er rosa­lega vægt orð,“ var það fyrsta sem Máté Dalmay, þjálf­ari karlaliðs Ham­ars í körfu­bolta, sagði við mbl.is er leitað var eft­ir viðbrögðum hans við að tíma­bilið í körfu­bolt­an­um hér heima væri búið og að Ham­ar ætti ekki leng­ur mögu­leika á að fara upp um deild. 

Stjórn KKÍ ákvað í dag að Hött­ur færi upp í efstu deild á kostnað Fjöln­is sem fell­ur. Ham­ar var tveim­ur stig­um frá Hetti í deild­inni og hefði farið upp í topp­sætið með sigri á Hetti þar sem liðin áttu eft­ir að mæt­ast inn­byrðis. 

Eins og ein­hver ná­kom­inn hafi fallið frá

„Þetta var eins og ein­hver ná­kom­inn manni hafi fallið frá og það á ósann­gjarn­an hátt. Ég hélt að þetta væri það eina sem gat ekki gerst. Ég hélt að annað hvort myndi ekk­ert lið fara upp né niður eða tvo lið fara upp og niður. Það er margt í þessu sem ég skil ekki og það eru eng­in rök fyr­ir. Þetta var ein­hver geðþótta­ákvörðun sem er tek­in á fundi í há­deg­inu á miðviku­degi á meðan að all­ar stærstu deild­ir heims ætla að taka sér 30 daga og ræða mál­in fram og til baka,“ sagði hann pirraður.

Maté er mjög ósátt­ur með hversu skamm­an tíma KKÍ tók sér við að kom­ast að niður­stöðu. „Það er ótrú­legt að KKÍ með þessa litlu deild hérna heima á Íslandi þurfi að flýta sér að taka ákvörðun á nokkr­um dög­um. Liðin voru að spila síðasta föstu­dag og nú er búið að taka ákvörðun um út­færslu alls 4-5 dög­um seinna. Þetta er galið.“

Móta­nefnd KKÍ að klúðra 

Þá bend­ir hann á það litla sem skil­ur Ham­ar og Hött að og að móta­nefnd KKÍ eigi sök í máli. 

„Eina ástæðan fyr­ir því að Hött­ur er á und­an okk­ur núna er leikjaröðun KKÍ. Það að leikj­aniðurröðin og frestaðir leik­ir ráði úr­slit­um eft­ir að lið eyði millj­ón­um í eitt tíma­bil er sturlað. Bæði lið áttu einn leik eft­ir áður en við átt­um að mæt­ast í úr­slita­leik 20. mars. Það eru leik­ir sem voru frestaðir leik­ir frá því í janú­ar og fe­brú­ar.

Hött­ur átti erfiðan leik gegn Vestra á úti­velli, sem er m.a leik­ur sem við töp­um, og það er ástæðan fyr­ir að þeir eru á und­an okk­ur í deild­inni á þess­um tíma­punkti. Ef þessi leik­ur hefði verið spilaður stuttu eft­ir að hon­um var frestað, eins og lög KKÍ segja til um, þá væri þessi lið kannski jöfn í dag. KKÍ fylgdi hins veg­ar ekki sín­um eig­in regl­um með að spila frestaða leiki á fyrsta mögu­lega leik­dag. Þess í stað var leikn­um frestað um ein­hverja tvo mánuði, bæði okk­ar leik og þeirra. Þar er móta­nefnd KKÍ að klúðra og það kem­ur hel­víti illa niður á okk­ur,“ sagði Maté.

Frá leik Hamars og Fjölnis á síðustu leiktíð.
Frá leik Ham­ars og Fjöln­is á síðustu leiktíð. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ekki er aðeins um fjár­hags­legt tjón að ræða, held­ur hef­ur einnig verið gríðarlega mik­il vinna lögð í körfu­bolt­ann í Hvera­gerði.  

„Ég er bú­inn að vera í sím­an­um í all­an dag og ég er bú­inn að segja við marga að mig lang­ar ekki að starfa í þess­ari hreyf­ingu leng­ur. Maður lif­ir fyr­ir körfu­bolta. Maður njósn­ar um and­stæðinga, keyr­ir í gegn­um blind­byl á heiðinni ann­an hvern dag og tek­ur tíma frá fjöl­skyldu. Það á ekki bara við um mig held­ur alla í liðinu. Leik­menn liðsins eru sömu­leiðis gjör­sam­lega ónýt­ir sem og stjórn­ar­menn. Það fer mik­il vinna í þetta hjá öll­um. Það þarf að finna styrki, safna dós­um og fara í vörutaln­ing­ar í Bón­us. Svo er tek­in því­líkt ósann­gjörn ákvörðun. Liðin eru í 50/​50 séns. Ég hefði bitið í það súra ef hætt hefði verið við tíma­bilið og all­ir væru á sama stað á næsta ári en þetta skil ég ekki.“

Mesta ein­ræði sem maður veit um

Stjórn KKÍ sat fund­inn í dag og er Maté ósátt­ur með að fé­lög­in sjálf hafi ekki fengið meira að segja um niður­stöðina. 

„Það er eitt annað sem ég skil ekki er af hverju for­menn fé­lag­anna fengu ekki að koma sínu á fram­færi á fund­in­um. Í staðinn er þetta tíu eða ell­efu manna stjórn sem tek­ur ein­hliða ákvörðun. Það kem­ur bara yf­ir­lýs­ing og henni skal fylgja. Þetta er eins og mesta ein­ræði sem maður veit um. Þetta fólk á að vinna fyr­ir okk­ur en ekki að taka ákv­arðanir sem bitna á liðunum, því það var það ein­fald­asta í stöðunni núna.

Ég skil ekki til hvers maður er að standa í þessu í all­an vet­ur og svo er tek­in svona ákvörðun af fólki sem er tengt í alls kon­ar klúbba. Stjórn KKÍ er með teng­ing­ar hjá hinum og þess­um fé­lög­um. Það hefði verið hel­víti sterkt að hafa ein­hvern Hver­gerðing í stjórn­inni sem hefði þá haft hærra á fund­in­um í dag,“ sagði hann og tók dæmi um ensku úr­vals­deild­ina. 

Hamarsmenn hafa verið nálægt því að fara upp um deild …
Ham­ars­menn hafa verið ná­lægt því að fara upp um deild síðustu ár. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Enska úr­vals­deild­in tek­ur sér 30 daga og þar eru fund­ar­höld með eig­end­um og stjórn­end­um liða alla daga til að finna ein­hverja lausn. Þar eru ekki ör­fá­ir menn sem ákveða sín á milli t.d að Ast­on Villa eigi að falla bara og áfram gakk. Þetta geng­ur ekki svona fyr­ir sig. Þetta er því­líkt tjón fyr­ir okk­ur.“

Ákvörðun tek­in af fólki sem veit ekk­ert um íþrótt­ir

Hann seg­ir það ekki úti­lokað að mál­inu sé ekki lokið og ýjaði að það kæmi til greina hjá fé­lag­inu að leita rétt­ar síns. 

„Að kom­ast ekki í efstu deild er því­líkt tjón fyr­ir okk­ur fjár­hags­lega. Við hefðum fengið styrkt­araðila, kom­ist í sjón­varpið og fengið fleira fólk á völl­inn á meðan við spil­um við bestu lið lands­ins. Maður ætti kannski að skoða það að leita rétt­ar síns þegar það er tek­in svona ákvörðun sem hef­ur svona mik­il áhrif á eitt fé­lag.

Það er eitt lið sem þessi ákvörðun hall­ar á og það erum við. Þetta er ákvörðun tek­in af fólki sem veit ekk­ert um íþrótt­ir yfir ein­hverj­um kaffi­bolla á elli­heim­ili. Ef þú hefðir hóað sam­an ein­hverja sem hafa áhuga á íþrótt­um myndu þeir gera sér grein fyr­ir að þetta sé keppni. Keppni á að ráða úr­slit­um um hver fer upp og hver fer niður.“

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert