Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA

Jón Axel Guðmundsson hefur átt góðu gengi að fagna vestanhafs …
Jón Axel Guðmundsson hefur átt góðu gengi að fagna vestanhafs undanfarin ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Axel Guðmundsson landsliðsmaður í körfuknattleik hefur ákveðið að taka þátt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta staðfesti hann við Morgunblaðið í gær. Valið á að fara fram í Brooklyn í New York 25. júní.

Jón Axel lýkur námi frá Davidson-háskóla í vor en þar hefur hann átt fjögurra ára afar farsælan feril og hefur slegið fjölda meta í sögu Wildcats, körfuboltaliðs skólans.

Hann átti að leika með liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppni bandarísku háskóladeildarinnar, „March Madness“, föstudaginn 13. mars en keppninni var aflýst nokkrum klukkustundum fyrir leikinn og þar með var ferli Jóns með Wildcats lokið.

„Já, ég er búinn að ákveða að fara í nýliðavalið þó eins og er sé allt í óvissu hérna þar sem allt er lokað. Fyrsta skrefið hjá mér er að fá mér umboðsmann, ég er með nokkra í sigtinu og á eftir að velja úr en geri það örugglega í þessari viku,“ sagði Jón Axel við Morgunblaðið.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert