ÍR-ingar semja við þann stigahæsta

Everage Richardson í leik með Hamri.
Everage Richardson í leik með Hamri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Everage Richardson og mun hann leika með liðinu á komandi leiktíð. Everage, sem er fæddur í New York, er með íslenskt ríkisfang. 

Leikmaðurinn hefur spilað hér á landi síðan 2017, fyrst með Gnúpverjum og síðar Hamri. Hefur hann verið stigahæsti leikmaður 1. deildarinnar síðustu tvö tímabil. 

Áður en leiðin lá Íslands spilaði Everage í Lúxemborg og Þýskalandi. Skoraði hann m.a. 42 stig að meðaltali í leik með Bodfeld árið 2012. 

Var hann langbesti leikmaður Hamars á síðustu leiktíð, en hann var stigahæstur, tók flest fráköst og gaf flestar soðsendingar allra í Hveragerði. Skoraði hann 26,5 stig í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 5,1 stoðsendingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert