Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Alfonso Birgir Gómez Söruson, 19 ára bakvörð sem kemur frá KR.
Alfonso er 198 sentímetrar og hefur alla tíð leikið með KR. Lék hann fimmtán leiki með liðinu tímabilið 2018/19 en hann fékk minna að spila í vetur.
„Við bjóðum Alfonso velkominn í ÍR fjölskylduna og hlökkum til að sjá hann undir handleiðslu Borche á komandi tímabili,“ segir í yfirlýsingu ÍR í dag.