Keflvíkingurinn Þóranna Kika-Hodge Carr hefur samþykkt að ganga í Iona Gaels-háskólann sem leikur í Metro Atlantic-deildinni í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans. Karfan.is greindi frá.
Þóranna hefur leikið með uppeldisfélaginu Keflavík alla tíð og tvisvar orðið bikarmeistari og einu sinni Íslandsmeistari. Hún skoraði 9 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðtaltali í leik á 27 mínútum í vetur.
Þá hefur hún leikið með yngri landsliðum Íslands og m.a. U20 ára landsliðinu í B-deild Evrópumótsins í Kósóvó síðasta sumar.