Annar forljótur en hinn gullfallegur

Ingi Þór Steinþórsson er mættur í Garðabæinn eftir tvö ár …
Ingi Þór Steinþórsson er mættur í Garðabæinn eftir tvö ár í Vesturbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Um leið og það varð ljóst að ég væri á för­um frá KR hafði Arn­ar strax sam­band við mig,“ sagði Ingi Þór Steinþórs­son, nýráðinn aðstoðarþjálf­ari karlaliðs Stjörn­unn­ar í körfuknatt­leik, í sam­tali við mbl.is á blaðamanna­fundi Garðbæ­inga í Sjálandi í Garðabæ í dag.

Ingi Þór skrifaði und­ir eins árs samn­ing við Stjörn­una en hon­um var sagt upp störf­um hjá KR í byrj­un maí­mánaðar. Ingi Þór er á meðal reynslu­mestu þjálf­ara lands­ins en hann gerði KR tví­veg­is að Íslands­meist­ur­um, síðast árið 2019 þegar liðið vann sjötta Íslands­meist­ara­titil sinn í röð. 

Þá gerði hann KR einnig að Íslands­meist­ur­um árið 2000, karlalið Snæ­fells að Íslands- og bikar­meist­ur­um 2010 og kvennalið Snæ­fells að Íslands­meist­ur­um á ár­un­um 2014 til árs­ins 2016.

„Mér stóð ým­is­legt til boða eft­ir að ég var rek­inn frá KR og ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir þann áhuga sem mér hef­ur verið sýnd­ur á und­an­förn­um dög­um. Það voru nokk­ur lið sem mér stóð til boða að taka við en það besta í stöðunni fyr­ir mig per­sónu­lega var samt að semja við Stjörn­una.“

Þjálfarateymi Stjörnunnar á næstu leiktíð.
Þjálf­arat­eymi Stjörn­unn­ar á næstu leiktíð. mbl.is/​Bjarni Helga­son

Mik­ill metnaður í Garðabæ

Arn­ar Guðjóns­son var ráðinn þjálf­ari Stjörn­unn­ar árið 2018 en liðið varð bik­ar- og deild­ar­meist­ari á síðustu leiktíð sem og þar síðustu leiktíð. Liðið hef­ur hins veg­ar aldrei orðið Íslands­meist­ari en ásamt Inga og Arn­ari verður Danielle Rodrigu­ez einnig í þjálf­arat­eymi fé­lags­ins.

„Við Arn­ar erum mjög ólík­ir karakt­er­ar. Í fyrsta lagi er hann for­ljót­ur á meðan ég er gull­fal­leg­ur og sýn­ir einna helst hversu ólík­ir við erum. Ég held að við eig­um eft­ir að mynda mjög sterkt teymi ásamt Danielle Rodrigu­ez.

Það er mik­ill metnaður í Garðabæn­um og hann hef­ur alltaf verið til staðar. Núna eru þeir að gefa enn meira og ég verð að sjálf­sögðu ekki bara hjá meist­ara­flokkn­um held­ur líka með ung­linga- og drengja­flokk­inn í sam­starfi við Álfta­nes sem er virki­lega spenn­andi.“

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
26.03 Þór Ak. : Keflavík
26.03 Haukar : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
12.03 Valur : Njarðvík
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
urslit.net
Fleira áhugavert