Enn fjölgar liðum í 1. deild kvenna kvenna í körfuknattleik fyrir næsta tímabil en Vestri hefur nú ákveðið að senda lið til keppni.
Er það í fyrsta skipti í fimm ár sem kvennaliði er teflt fram í meistaraflokki fyrir vestan í körfunni og í fyrsta skipti eftir að liðin á svæðinu sameinuðust undir nafni Vestra en félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í kvöld.
Pétur Már Sigurðsson mun stýra liðinu en hann er jafnframt þjálfari karlaliðs Vestra. Er þetta fimmta kvennaliðið sem Pétur þjálfar á ferlinum en hann var áður hjá Skallagrími, Fjölni og Stjörnunni en stýrði einnig kvennaliði KFÍ sem er eitt þeirra félaga sem runnu inn í Vestra.
Níu lið eru nú skráð til leiks í 1. deild kvenna: Stjarnan, Tindastóll, Grindavík, Njarðvík, Ármann, ÍR, Hamar/Þór, Vestri og Fjölnir b.