Góðar fréttir fyrir KR-inga

Michele Di Nunno í leik með KR.
Michele Di Nunno í leik með KR. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Bandaríski bakvörðurinn Mike Di Nunno hefur gert tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild KR. Di Nunno er 29 ára gam­all bakvörður og er með bæði banda­rískt og ít­alskt vega­bréf.

Di Nunno kom fyrst til KR á síðasta ári og varð Íslandsmeistari með liðinu veturinn 2019. Hann fór frá KR-ing­um til Leyma Cor­una í spænsku B-deild­inni og lék þar í vetur, áður en hann samdi aftur við KR í byrjun þessa árs. 

Hann lék hins vegar lítið með liðinu þar sem tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar en nú er ljóst að Di Nunno verður í Vesturbænum næstu tvö árin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert