Haukar semja við landsliðskonu

Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir.
Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Bríet Sif Hinriksdóttir. Ljósmynd/Haukar

Bríet Sif Hinriksdóttir landsliðskona í körfubolta mun leika með Haukum á næstu leiktíð en hún samdi við félagið í dag. Þá samdi Elísabeth Ýr Ægisdóttir sömuleiðis við Hauka en þær koma báðar til Hafnarfjarðarfélagsins frá Grindavík. 

Bríet lék með Keflavík og Stjörnunni áður en hún samdi við Grindavík fyrir síðustu leiktíð. Skoraði hún tæplega 13 stigum að meðaltali í leik síðasta vetur og tók auk þess fimm fráköst. Hefur hún verið viðloðandi landsliðið í síðustu verkefnum. 

Elísabeth er fædd árið 2003 og er því aðeins 17 ára. Skoraði hún sex stig og tók fimm fráköst að meðaltali á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert