Stjörnumaður til Spánar

Tómas Þórður Hilmarsson er búinn að semja við spænskt félag.
Tómas Þórður Hilmarsson er búinn að semja við spænskt félag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksmaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson hefur samið við Aquimisa Carbajosa á Spáni. Leikur liðið í C-deild spænska körfuboltans. 

Tómas hefur alla tíð leikið með Stjörnunni og hefur hann verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu. Framherjinn skoraði níu stig, tók átta fráköst og gaf eina stoðsendingu að meðaltali á 23 mínútum í leik á síðustu leiktíð. 

Spilaði Tómas sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Stjörnunni árið 2011, þá aðeins 16 ára gamall. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka