Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur gert tveggja ára samning við Litháan Adomas Drungilas.
Drungilas er 203 sentímetrar og leikur sem framherji. Hann hefur leikið víða í Evrópu, síðast í Eistlandi með Tartu Ullikool.
„Þórsarar binda vonir við að Adomas muni þétta raðirnar í kringum körfuna og vera leiðtogi innan liðsins þar sem hann býr yfir töluverðri reynslu úr atvinnumennsku,“ segir í Hafnarfréttum.