Tvöfaldur liðsstyrkur í Snæfell

Iva Georgieva og Dane Miller leika á Stykkishólmi á næstu …
Iva Georgieva og Dane Miller leika á Stykkishólmi á næstu leiktíð. Ljósmynd/Snæfell

Körfuknattleiksdeild Snæfells hefur samið við þau Dane Miller og Iva Georgieva um að leika með meistaraflokkum félagsins á komandi leiktíð. 

Georgieva er frá Búlgaríu og lék með Cagliari á Ítalíu. Þar á undan lék hún í heimalandinu og með Southern Utah-háskólanum í Bandaríkjunum. Skoraði hún 12,9 stig, tók 4,3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Cagliari á síðustu leiktíð. 

Miller er Bandaríkjamaður sem lék í Gíneu á síðustu leiktíð og skoraði 18,1 stig, tók 10,2 fráköst og gaf 5,2 stoðsendingar að meðaltali í efstu deild þar í landi. 

Snæfell heldur áfram að styrkja leikmannahópa fyrir leiktíðina en áður var búið að semja við þá Ignas Dauksys og Erikas Jakstys um að leika með karlaliðinu og þær Emese Vida og Haiden Palmer með kvennaliðinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert