Körfuknattleiksmaðurinn Hjálmar Stefánsson hefur samið við Aquimisa Carbajosa á Spáni. Leikur liðið í C-deild spænska körfuboltans. Félagið tilkynnti félagsskiptin á Twitter-síðu sinni í dag.
Hjálmar verður ekki einni Íslendingurinn hjá félaginu í vetur því Stjörnumaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson samdi við það fyrr í sumar.
Framherjinn er uppalinn hjá Haukum og leikið með liðinu alla tíð. Þá hefur hann verið viðloðandi landsliðið síðustu ár.
🚨FICHAJE | #LEBPLATA
— Aquimisa Carbajosa (@AquimisaBasket) August 22, 2020
🔸 Hjálmar Stefánsson (Islandia,24 años)🇮🇸
▪️Alero, 200 cm
▪️Internacional 🇮🇸
▪️Proyección y clase con recursos ofensivos y defensivos que van a sorprender.
Velkominn, Hjálmar!
📽Así juega nuestro chico https://t.co/jaKwvatyPq pic.twitter.com/xybCaINgwt