Kristófer yfirgefur KR

Kristófer Acox
Kristófer Acox ,mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristó­fer Acox, landsliðsmaður í körfuknatt­leik, hef­ur ákveðið að yf­ir­gefa KR en hann greindi frá ákvörðun sinni á In­sta­gram í dag. 

Körfuknatt­leiks­deild KR ít­rekaði síðast fyr­ir nokkr­um dög­um að Kristó­fer væri einn þeirra sem væri samn­ings­bund­inn fé­lag­inu. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur Kristó­fer und­an­farið reynt að fá samn­ingi sín­um við KR rift á þeim grund­velli að ekki hafi verið staðið við hann að hálfu fé­lags­ins. 

Sjálf­ur seg­ir hann á In­sta­gram að ástæða þess að hann yf­ir­gefi fé­lagið sé sú að „ágrein­ing­ur sé milli hans og KR sem ekki náðist að leysa.“

Færsla Kristó­fers: 

 “Mér þykir það miður að þurfa að til­kynna brott­för mína frá upp­eld­is­fé­lag­inu mínu KR. Ástæðan er ákveðinn ágren­ing­ur milli món og fé­lags­ins, sem því miður náðist ekki að leysa. Ég verð æv­in­lega þakk­lát­ur fyr­ir þann tíma sem ég varði hjá KR og ég óska fé­lag­inu alls hins besta á kom­andi tíma­bili. Ekki er komið á hreint hvar ég mun spila á næstu leiktíð, en það mun vænt­an­lega skýr­ast á næstu dög­um. Hvar sem ég mun enda, er ég spennt­ur fyr­ir nýrri og krefj­andi áskor­un.”

Kristó­fer Acox varð Íslands­meist­ari með KR þrjú ár í röð: 2017, 2018 og 2019. Hann var í liðinu á síðasta tíma­bili en tíma­bilið var flautað af vegna kór­ónu­veirunn­ar. Hann lék í fjög­ur ár þar áður í há­skóla­bolt­an­um í Banda­ríkj­un­um með Furm­an. Er­lend­is hef­ur hann leikið í stutt­an tíma með Star Hots­hots á Fil­ipps­eyj­um og Denain Voltaire í Frakklandi. 

Mikl­ar breyt­ing­ar verða á leik­manna­hópi KR á milli tíma­bila. Jón Arn­ór Stef­áns­son er far­inn í Val og Kristó­fer á leið frá fé­lag­inu. Á hinn bóg­inn hef­ur KR staðfest að Helgi Már Magnús­son, Jakob Örn Sig­urðar­son og Björn Kristjáns­son muni taka slag­inn með liðinu í vet­ur. Þjálf­ara­skipti urðu í vor þegar Inga Þór Steinþórs­syni var sagt upp og við tók Darri Freyr Atla­son. 

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert