Ariana Moorer mun leika með nýliðum Fjölnis í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á komandi keppnistímabili en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Moorer spilaði með Keflavík, tímabilið 2016-17, en hún er 29 ára gamall bakvörður. Hún var lykilmaður í liðinu sem varð bæði bikar- og Íslandsmeistari.
Hún skoraði 17 stig að meðaltali fyrir Keflavík það tímabil, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 28 leikjum.
Moorer er ætla að fylla skarðið sem Areil Hearn sem lék með liðinu í 1. deildinni á síðustu leiktíð en hún getur ekki leikið með liðinu í efstu deild vegna meiðsla sem hún varð fyrir á dögunum.
„Það er okkur mikil tilhlökkun að fá Ariana í Grafarvoginn á næstu dögum,“ segir í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér..