Stjarnan meistari - Höttur og Þór falla

Garðbæingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í spá félaganna.
Garðbæingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í spá félaganna. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Stjarnan verður sigurvegari í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, á komandi keppnistímabili en það kemur hlut Hattar og Þórs frá Akureyri að falla úr deildinni. Þetta var niðurstaðan í hinni árlegu spá sem var birt á kynningarfundi deildarinnar í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardal í dag.

Birtar voru tvær spár, annarsvegar frá fyrirliðum, þjálfurum og formönnum félaganna og hins vegar frá fjölmiðlum en ekki voru allir sammála um niðurstöðu deildarinnar.

Niðurstaðan var í þessi, töl­urn­ar í spá liðanna á und­an og spá fjöl­miðlanna inn­an sviga:

1. Stjarnan 375 (111)
2. Tindastóll 372 (112) 
3. Valur 359 (88)
4. Keflavík 317 (99)
5. KR 264 (69)
6. Grindavík 244 (62)
7. Njarðvík 236 (68)
8. ÍR 197 (64)
9. Haukar 170 (39)
10. Þór Þorlákshöfn 118 (30)
11. Höttur 93 (25)
12. Þór Akureyri 63 (13)

Þá var einnig birt spá fyrir 1. deild karla þar sem bæði félögin og fjölmiðlar spá Breiðabliki upp um deild og að Hamar, Álftanes, Vestri og Fjölnir fari í umspil um eitt úrvalsdeildarsæti.

Breiðablik 267 (72)
Hamar 259 (72)
Álftanes 197 (59)
Vestri 185 (34)
Fjölnir 151 (54)
Sindri 150 (25)
Skallagrímur 129 (55)
Selfoss 107 (36)
Hrunamenn 103 (22)
Snæfell 47 (14)

Nikolas Tomsick gekk til liðs við Tindastól frá Stjörnunni eftir …
Nikolas Tomsick gekk til liðs við Tindastól frá Stjörnunni eftir síðasta tímabil. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert