Ingvi Þór Guðmundsson átti góðan leik fyrir Hauka þegar liðið vann 87:85-sigur gegn Njarðvík í Njarðtaksgryfjunni í Njarðvík í 2. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í kvöld.
Ingvi Þór er Grindvíkingur að upplagi en eftir að hafa reynt við atvinnumennsku í Þýskalandi kom hann heim og spilar nú með Haukum.
Ingvi skoraði 16 stig fyrir Hauka í kvöld en hann sagði Hauka hafa ætlað að keyra hart á Njarðvíkinga þetta kvöldið og nýta sér breiddina sem þeir höfðu yfir þá.