Zaragoza frá Spáni vann í kvöld 94:82-sigur á Lublin frá Póllandi í meistaradeild Evrópu í körfubolta. Miðherjinn sterki Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Zaragoza.
Tryggvi skoraði átta stig, tók átta fráköst og varði tvö skot á rúmri 21 mínútu. Þá vann Zaragoza mínúturnar sem Tryggvi spilaði með 24 stiga mun, en enginn leikmaður hafði eins góð áhrif á lið Zaragoza.
Með sigrinum tryggði Zaragoza sér toppsæti D-riðils en liðið hafði þegar tryggt sér sæti í næstu umferð keppninnar.