Valskonur styrktu stöðu sína í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar þær tóku á móti Snæfelli á Hlíðarenda í kvöld.
Valur sigraði, 80:68, eftir að staðan var 37:32 Hlíðarendaliðinu í vil í hálfleik. Hólmarar veittu Valskonum harða keppni allan tímann en staðan var 58:49 eftir þriðja leikhluta og munurinn fór niður í sex stig um tíma í þeim fjórða.
Valskonur hafa þar með unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum og eru með átta stig en þetta var hinsvegar fjórða tap Snæfells í fimm leikjum og liðið er með tvö stig í næstneðsta sætinu.
Hallveig Jónsdóttir skoraði 21 stig fyrir Val og Helena Sverrisdóttir var með 17 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.
Haiden Palmer skoraði 17 stig fyrir Snæfell og Emese Vida var drjúg í fráköstunum en hún tók 12 slík ásamt því að skora 10 stig.
Gangur leiksins: 4:6, 6:9, 11:14, 18:16, 27:21, 32:25, 32:31, 37:32, 43:35, 50:42, 54:47, 58:49, 60:53, 67:59, 75:61, 80:68.
Valur: Hallveig Jónsdóttir 21, Helena Sverrisdóttir 17/13 fráköst/8 stoðsendingar, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 11/5 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/12 fráköst, Ásta Júlía Grímsdóttir 8/8 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 8, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Sara Líf Boama 3.
Fráköst: 30 í vörn, 13 í sókn.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 17/6 fráköst, Emese Vida 10/12 fráköst, Kamilé Berenyté 10, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 9, Anna Soffía Lárusdóttir 8/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 7, Vaka Þorsteinsdóttir 5, Dagný Inga Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Sigurður Jónsson, Guðmundur Ragnar Björnsson.
Áhorfendur: 50