Brandon Nazione er genginn til liðs við Íslandsmeistara KR í körfuknattleik og mun hann leika með liðinu út keppnistímabilið.
Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Brandon, sem er 26 ára gamall, er 203 sentímetra framherji.
Hann lék með Sporting í Portúgal á síðustu leiktíð en hann er Bandaríkjamaður með ítalskt vegabréf.
Brandon á að baki atvinnumannaferil í Þýskalandi, Argentínu, Úrúgvæ og síðast Portúgal.
„Brandon kemur til með að hjálpa liðinu í baráttunni undir körfunni bæði varnarlega og sóknarlega,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu KR-inga.