Tryggvi Hlinason átti góðan leik þegar lið hans Zaragoza vann öruggan 96:73 sigur gegn Bilbao í spænsku 1. deildinni í körfuknattleik í kvöld.
Tryggvi skoraði 10 stig, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu í leiknum.
Zaragoza er nú í 12. sæti spænsku 1. deildarinnar með 14 stig að 19 leikjum loknum.