Cleveland Cavaliers lagði Brooklyn Nets að velli í annað sinn á þremur dögum í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Cleveland vann 125:113-sigur en góð frammistaða Kyries Irvings dugði gestunum ekki til.
Liðin mættust fyrir tveimur dögum og vann Cleveland fyrri leikinn 147:135 eftir framlengingu og í kvöld var lið Brooklyn án stjörnunnar Kevins Durants. Collin Sexton var stigahæstur heimamanna með 25 stig en Irving skoraði 38 stig fyrir Brooklyn.
Þá vann Los Angeles Clippers sinn sjötta leik í röð er liðið vann 120:106-sigur á Oklahoma City Thunder. Kawhi Leonard skoraði 31 stig og tók átta fráköst fyrir heimamenn sem eru á toppi vesturdeildarinnar eftir 16 leiki, hafa unnið 12 þeirra.
Úrslitin í nótt
Charlotte Hornets – Chicago Bulls 110:123
Detroit Pistons – Houston Rockets 102:103
Indiana Pacers – Orlando Magic 120:118 (frl.)
Cleveland Cavaliers – Brooklyn Nets 125:113
Philadelphia 76ers – Boston Celtics 122:110
Toronto Raptors – Miami Heat 101:81
Minnesota Timberwolves – Atlanta Hawks 98:116
San Antonio Spurs – Dallas Mavericks 117:122
Los Angeles Clippers – Oklahoma City Thunder 120:106
Phoenix Suns – Denver Nuggets 126:130
Sacramento Kings – New York Knicks 103:94