Steph Curry, leikmaður Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik, fór í nótt upp fyrir goðsögnina Reggie Miller og er nú í öðru sæti á eftir annarri goðsögn, Ray Allen, yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar.
Curry setti niður fimm þriggja stiga körfur og skoraði alls 24 stig þegar Golden State tapaði 108:127 gegn Utah Jazz í nótt.
Þar með er Curry kominn með tveimur fleiri þriggja stiga körfur en Miller, sem gerði garðinn frægan með Indiana Pacers á 10. áratug síðustu aldar.
Curry á þó allnokkuð í land í að hrifsa fyrsta sætið af Allen, sem varð NBA-meistari með Boston Celtics árið 2008 og Miami Heat árið 2013.
Efstu fimm NBA-leikmenn yfir skoraðar þriggja stiga körfur:
*Stjörnumerktir leikmenn eru enn að spila í NBA-deildinni.