Keflavík lagði Grindavík í toppslagnum

Hörður Axel sækir að Grindvíkingum í kvöld.
Hörður Axel sækir að Grindvíkingum í kvöld. mbl.is/Skúli B. Sig

Keflavík er eitt á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, eftir stórsigur gegn Grindavík í toppslag fimmtu umferðar deildarinnar í Blue-höllinni í Grindavík í kvöld.

Bæði lið höfðu hingað til verið að spila fínan bolta en heimavöllur Keflvíkinga verið þeim vænn í gegnum tíðina.  Eftir 20 mínútur af körfubolta var staðan 43:28 en það voru Keflvíkingar sem hófu leikinn töluvert betur í kvöld en eins og oft gerist náðu Grindvíkingar að klóra sig aftur inn í leikinn.  

Það var helst til hálfgert kæruleysi heimamanna í sínum leik ásamt fínni hitni hjá gestunum sem gerði það að verkum að munurinn var svo lítill í hálfleik. Joonas Jarvelainen Grindvíkingur var að fara hamförum í fyrri hálfleik og hafði þá þegar sett niður 16 stig.  Það var svo þriðji leikhluti sem var heimamönnu ansi kær.

Þeir spiluðu fast og byggðu ágætis forskot, enn vendipunkturinn var þegar Joonas Jarveleinen sem hafði verið besti leikmaður Grindvíkinga fram að því var sendur í sturtu þegar hann fékk T villu fyrir munnsöfnuð. Fyrir hafði hann fengið U-villu og reglurnar senda hann þar með í sturtu eftir slíkt. 

Eftir þetta var eftirleikurinn Keflvíkingum nokkuð auðveldur og lönduðu stórsigri.  Joonas endaði þrátt fyrir þetta stigahæstur Grindvíkinga með 21 stig enn hjá Keflavík var það sem fyrr Dominykas Milka sem skoraði 23 stig. 

Grindavíkurliðið mætti til leiks í kvöld án Eric Wise síns bandaríska leikmanns sem glímir við meiðsli í baki.  Daníel þjálfari liðsins sagðist ekki vita nákvæmlega hversu slæm þau meiðsli eru. Enn þrátt fyrir það gáfu Grindvíkingar allt sitt í leikinn og reyndu eins og þeir gátu. 

Það var bara erfitt fyrir þá að eiga við Keflavík þegar þeirra stærstu ógn innan teigs vantaði og sér í lagi þegar Joonas fer í sturtu í þriðja leikhluta.  Grindvíkingar þurfa hinsvegar að safna vopnum sínum fljótt aftur því næsti leikur er við hitt Reykjanesbæjarliðið á fimmtudag. 

Keflvíkingar hafa ekki litið betur út í mörg ár og án nokkurs vafa það lið sem mun verða við eða á toppnum í lok tímabils. Sami hópur og í fyrra, árinu eldri og reyndari með töluvert betri bandaríkjamann þetta árið. 

Hlutaverkaskipti leikmanna virðist vera á tandurhreinu og þeir eru að hafa gríðarlega gaman af hlutunum. Tvíhöfða skrímslið í þeim Deane Williams og Dominykas Milka er illviðráðanlegt og erfitt að sjá lið ógna þeim þessa dagana. 

Leiknum lauk með 94:67-sigri Keflavíkur sem er með 10 stig í efsta sæti deildarinnar og er eina liðið sem á enn þá eftir að tapa leik í deildinni á tímabilinu.

Grindavík er í þriðja sætinu með 8 stig líkt og Stjarnan en bæði lið hafa unnið fjóra leiki á tímabilinu til þessa og tapað einum leik.

Gangur leiksins:: 8:3, 10:3, 15:5, 20:16, 26:21, 32:27, 38:33, 43:38, 49:41, 58:48, 63:50, 68:51, 72:53, 76:61, 88:64, 94:67.

Keflavík: Dominykas Milka 23/12 fráköst, Calvin Burks Jr. 20/7 fráköst, Deane Williams 19/8 fráköst, Valur Orri Valsson 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8/6 fráköst, Ágúst Orrason 8, Arnór Sveinsson 6, Hörður Axel Vilhjálmsson 2/11 stoðsendingar.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

Grindavík: Joonas Jarvelainen 21/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 18/6 fráköst, Kristinn Pálsson 10/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 8/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7, Johann Arni Olafsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 15 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Jakob Árni Ísleifsson.

Áhorfendur: 50

Keflavík 94:67 Grindavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka