Leiknum seinkað vegna útafaksturs

Shawn Glover og félagar í Tindastóli mæta Hetti í kvöld.
Shawn Glover og félagar í Tindastóli mæta Hetti í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðureign Hattar og Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fram fer á Egilsstöðum, hefur verið seinkað um 45 mínútur vegna óhapps hjá Sauðkrækingum á leiðinni austur.

Liðsrútan fór út af veginum í slæmu skyggni og færð á Möðrudalsöræfum en Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, birti mynd af henni utan vegar á Instagram.

Tindastólsmenn náðu að halda áfram för sinni og leikurinn við Hött hefst kl. 19.15 en ekki 18.30 eins og til stóð.

Þessi færsla birtist síðan á Twitter þar sem verið var að draga liðsrútuna upp á veginn:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert