Viðureign Hattar og Tindastóls í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fram fer á Egilsstöðum, hefur verið seinkað um 45 mínútur vegna óhapps hjá Sauðkrækingum á leiðinni austur.
Liðsrútan fór út af veginum í slæmu skyggni og færð á Möðrudalsöræfum en Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, birti mynd af henni utan vegar á Instagram.
Tindastólsmenn náðu að halda áfram för sinni og leikurinn við Hött hefst kl. 19.15 en ekki 18.30 eins og til stóð.
Þessi færsla birtist síðan á Twitter þar sem verið var að draga liðsrútuna upp á veginn:
Allir að að reyna að koma Tindastóls liðinu á beinu brautina! Gerir það enginn nema þeir sjálfir samt! Tekst það í kvöld? #ÁframTindastóll #korfubolti #dominosdeildin #allirheilir pic.twitter.com/clDH2pCrFa
— Sveinn Brynjar Lamont Pálmason (@SveinnMolduxi) January 25, 2021