Keflavík er áfram ósigrað í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, eftir sigur gegn KR í DHL-höllinni í Vesturbæ í kvöld.
Daniela Wallen átti enn einn stórleikinn fyrir Keflavík og var með þrefalda tvennu; 27 stig, sextán fráköst og tíu stoðsendingar en leiknum lauk með 104:87-sigri Keflvíkinga.
KR-ingar byrjuðu betur og leiddu með sjö stigum eftir fyrsta leikhluta. KR skoraði hins vegar 18 stig gegn 34 stigum Keflvíkinga í öðrum leikhluta og það reynst Vesturbæingum dýrt.
Annika Holopainen átti stórleik fyrir KR og skoraði 34 stig og tók 12 fráköst en liðið er í neðsta sæti deildarinnar án stiga.
Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sex leiki, jafn mörg stig og Fjölnir, en á tvo leiki til góða á Grafarvogsliðið.
DHL-höllin, Dominos deild kvenna, 27. janúar 2021.
Gangur leiksins:: 8:1, 17:9, 19:19, 26:19, 30:25, 36:31, 40:46, 44:53, 48:57, 55:67, 63:76, 72:84, 78:86, 80:92, 85:97, 87:104.
KR: Annika Holopainen 34/13 fráköst/5 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 19/7 fráköst, Taryn Ashley Mc Cutcheon 12/9 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 9/5 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 7/6 fráköst, Anna Fríða Ingvarsdóttir 2, Helena Haraldsdóttir 2, Björg Guðrún Einarsdóttir 2.
Fráköst: 32 í vörn, 5 í sókn.
Keflavík: Daniela Wallen Morillo 27/16 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 23/8 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 15/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 14, Erna Hákonardóttir 14, Edda Karlsdóttir 3, Anna Lára Vignisdóttir 2, Agnes María Svansdóttir 2, Sara Lind Kristjánsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 fráköst.
Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Johann Gudmundsson, Helgi Jónsson, Ingi Björn Jónsson.
Áhorfendur: 50
Haukar lentu í kröppum dansi í Borgarnesi þegar liðið heimsótti Skallagrím en Haukar leiddu með sextán stigum fyrir fjórða leikhlura, 54:38.
Hafnfirðingar skoruðu einungis 11 stig í fjórða leikhluta gegn 21 stigi Skallagríms en Haukar reyndust sterkari á lokamínútunum og tókst að innbyrða sigur, 65:59.
Alyesha Lovett var stigahæst í liði Hauka með 21 stig og þá tók hún nítján fráköst. Hjá Skallagrími skoraði Keira Robinson 23 stig og Nikita Telesford 22 stig.
Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig en Skallagrímur er í fimmta sætinu með 6 stig.
Borgarnes, Dominos deild kvenna, 27. janúar 2021.
Gangur leiksins:: 4:0, 4:6, 6:14, 9:19, 15:23, 21:25, 23:32, 25:32, 29:39, 32:45, 34:48, 38:54, 46:56, 48:57, 54:58, 59:65.
Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 23/4 fráköst/8 stolnir, Nikita Telesford 22/8 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/5 stoðsendingar, Maja Michalska 3/6 fráköst, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2/4 fráköst, Embla Kristínardóttir 2/5 fráköst.
Fráköst: 17 í vörn, 12 í sókn.
Haukar: Alyesha Lovett 21/19 fráköst/6 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 14/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/5 fráköst/8 stoðsendingar, Lovisa Bjort Henningsdottir 5/6 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Rósa Björk Pétursdóttir 5.
Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Aron Rúnarsson, Sigurður Jónsson.
Áhorfendur: 70