Ariel Hearn fór á kostum í liði Fjölnis þegar liðið heimsótti Snæfell í sjöundu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildarinnar, í Stykkishólm í kvöld.
Leiknum lauk með 74:66-sigri Fjölnis en Hearn skoraði 30 stig og tók þrettán fráköst í liði Fjölnis.
Fjölniskonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með átta stigum í hálfleik, 40:32. Snæfelli tókst að minnka forskot Fjölnis í sjö stig í þriðja leikhluta og í fjórða leikhluta munaði fjórum stigum á liðunum þegar mínúta var til leiksloka.
Grafarvogsliðið var hins vegar sterkara á lokasekúndum og vann nokkuð öruggan sigur í leikslok.
Haiden Palmer og Anna Soffía Lárus dóttir voru stigahæstar í liði Snæfells með 15 stig hvor.
Fjölnir er með 12 stig í efsta sæti deildarinnar en liðið hefur leikið átta leiki á tímabilinu.
Snæfell er í sjötta sætinu með 4 stig eftir sjö leiki.
Stykkishólmur, Dominos deild kvenna, 27. janúar 2021.
Gangur leiksins:: 6:4, 8:10, 10:14, 18:22, 18:25, 21:31, 26:36, 32:40, 38:44, 42:46, 46:50, 48:57, 51:62, 54:66, 59:70, 66:74.
Snæfell: Haiden Denise Palmer 15/6 fráköst/9 stoðsendingar, Anna Soffía Lárusdóttir 15/6 fráköst, Emese Vida 11/17 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 11, Kamilé Berenyté 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 5/5 fráköst, Dagný Inga Magnúsdóttir 3.
Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn.
Fjölnir: Ariel Hearn 30/13 fráköst/6 stoðsendingar, Fanney Ragnarsdóttir 14, Margrét Ósk Einarsdóttir 8, Lina Pikciuté 8/7 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 5, Sara Carina Vaz Djassi 4/8 fráköst, Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 3, Heiða Hlín Björnsdóttir 2.
Fráköst: 35 í vörn, 5 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Birgir Örn Hjörvarsson.