Larry Thomas átti stórleik fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið heimsótti KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildina, í DHL-höllina í Vesturbæ í kvöld.
Leiknum lauk með 107:77-sigri Þórsara en Thomas skoraði 29 stig, tók fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Þórsara.
Þórsarar byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og leiddu með sextán stigum í hálfleik, 57:31. Þórsarar juku forskot sitt enn frekar í síðari hálfleik, leiddu með 28 stigum fyrir fjórða leikhluta, og eftir það var leikurinn svo gott sem búinn.
Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur KR-inga með 14 stig en Tyler Sabin, stigahæsti leikmaður KR á tímabilinu náði sér engan veginn á strik og skoraði einungis 6 stig.
Þórsarar eru með 8 stig í öðru sæti deildarinnar eftir fyrstu sex leiki sína en KR er í sjötta sætinu með 6 stig.
Gangur leiksins: 6:6, 6:13, 14:21, 16:27, 19:32, 21:37, 27:49, 31:57, 33:70, 39:80, 47:86, 53:91, 60:94, 68:99, 72:105, 77:107.
KR: Þorvaldur Orri Árnason 14/4 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 11, Björn Kristjánsson 11, Brynjar Þór Björnsson 9, Veigar Áki Hlynsson 7, Tyler Sabin 6/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 5, Almar Orri Atlason 3, Alexander Óðinn Knudsen 3/4 fráköst, Hjörtur Kristjánsson 3/7 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 3, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 2.
Fráköst: 19 í vörn, 10 í sókn.
Þór Þorlákshöfn: Larry Thomas 29/4 fráköst, Callum Reese Lawson 17/14 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 13/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 13/4 fráköst, Adomas Drungilas 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 7, Tómas Valur Þrastarson 5, Davíð Arnar Ágústsson 5, Ingimundur Orri Jóhannsson 4, Ísak Júlíus Perdue 2, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2, Emil Karel Einarsson 2/8 fráköst.
Fráköst: 42 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.
Áhorfendur: 50.