Einn af lykilmönnum Njarðvíkur í Dominos-deild karla í körfuknattleik, Maciej Baginski, leikur ekki með liðinu næstu vikurnar.
Maciej hefur verið á sjúkralistanum síðasta mánuðinn og fór í myndatöku síðasta miðvikudag þar sem í ljós kom að hann er með beinmar í ökkla.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, tjáði mbl.is að svo gæti farið að Maciej gæti verið frá keppni í allt að 12 vikur til viðbótar. Erfitt geti þó verið að reikna út hversu langan tíma slík meiðsli taka og mögulega gæti hann beitt sér fyrr.