Enskur landsliðsmaður aftur til Íslands

Urald King og Kyle Johnson fagna bikarmeistaratili Stjörnunnar í fyrra …
Urald King og Kyle Johnson fagna bikarmeistaratili Stjörnunnar í fyrra skömmu áður en kórónuveiran varð til þess að tímabilinu lauk. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Kyle Johnson um að leika með liðinu í Dominos-deildinni.

Félagið tilkynnti þetta í morgun en ekki liggur alveg fyrir hvenær hann verður löglegur með liðinu.

Johnson lék með Stjörnunni á síðasta keppnistímabili og skoraði þá 14 stig að meðaltali í leik en hann er 195cm hár framherji.  

Johnson er reyndur leikmaður og hefur leikið landsleiki fyrir Bretland/England og hefur leikið með félagsliðum í Grikklandi, Ítalíu, Kanada og Frakklandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert