Góður leikur Martins ekki nóg í Grikklandi

Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir Valencia í kvöld.
Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir Valencia í kvöld. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Martin Hermannsson og samherjar hans í Valencia máttu þola 72:91-tap fyrir Panathinaikos á útivelli í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld, sterkustu deild álfunnar. 

Þrátt fyrir tapið átti Martin fínan leik fyrir Valencia og skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Aðeins Klemen Prepelic skoraði meira fyrir Valencia eða 20 stig. 

Martin og félagar eru í tíunda sæti deildarinnar með ellefu sigra og ellefu töp eftir 22 leiki, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð í keppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert