Stjarnan semur við framherja

A. J. Brodeur í leik með Penn Quakers á síðasta …
A. J. Brodeur í leik með Penn Quakers á síðasta tímabili. Ljósmynd/Stjarnan

Stjarnan hefur samið við bandaríska framherjann A. J. Brodeur um að leika með liðinu í Dominos-deildinni í körfuknattleik karla út tímabilið.

Brodeur er kominn hingað til lands og er að klára sóttkví, en ekki er ljóst hvort hann nái leik liðsins gegn Keflavík í kvöld. Frá þessu er greint í tilkynningu frá körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar.

Brodeur er 203 sentímetrar á hæð og á að hjálpa liðinu í baráttunni undir körfunni.  Hann lék síðast í þýsku úrvalsdeildinni með Mitteldeutscher.

Brodeur útskrifaðist frá Pennsylvaníu-háskólanum á síðasta ári þar sem hann lék með Penn Quakers í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Þar var hann lykilmaður með 17,3 stig og 8,9 fráköst að meðaltali leiktímabilið 2019-2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert