Ellefu sigrar í röð

Joe Ingles (t.h.) skoraði sögulegan þrist í nótt.
Joe Ingles (t.h.) skoraði sögulegan þrist í nótt. AFP

Joe Ingles setti met fyrir Utah Jazz sem vann sinn ellefta sigur í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt, 120:101, gegn Luka Doncic og félögum í Dallas Mavericks.

Sigurgangan er sú lengsta á yfirstandandi tímabili og virðist engan enda ætla að taka en Jazz lék án tveggja sterkra leikmanna í nótt, þeirra Donovans Mitchells og Derricks Favors, sem eru báðir meiddir. Fyrrnefndur Ingles hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur í sögu Utah en Bojan Bogdanovic var stigahæstur með 32 stig í nótt. Doncic átti erfitt uppdráttar en skilaði þó 25 stigum, gaf sjö stoðsendingar og tók sex fráköst.

DeMar DeRozan skoraði 30 stig og gaf tíu stoðsendingar fyrir San Antonio Spurs sem vann 119:109-sigur á Denver Nuggets þökk sé góðum fjórða leikhluta. Þar hafði liðið betur, 32:23, en Dejounte Murray skoraði 26 stig. Nikola Jokic var sem fyrr allt í öllu í liði Denver, skoraði 35 stig og tók tíu fráköst.

Úrslitin í nótt
Charlotte Hornets  Indiana Pacers 108:105
Washington Wizards  Atlanta Hawks 100:116
New Orleans Pelicans  Milwaukee Bucks 131:126
New York Knicks  Cleveland Cavaliers 102:81
Toronto Raptors  Sacramento Kings 124:126
Minnesota Timberwolves  Philadelphia 76ers 94:118
Oklahoma City Thunder  Brooklyn Nets 125:147
Orlando Magic  Los Angeles Clippers 90:116
San Antonio Spurs  Denver Nuggets 119:109
Utah Jazz  Dallas Mavericks 120:101

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert