Landsliðskonan með fullt hús í Bretlandi

Sara Rún Hinriksdóttir er að spila vel.
Sara Rún Hinriksdóttir er að spila vel. Ljósmynd/FIBA

Sara Rún Hinriksdóttir, landsliðskona í körfubolta, átti góðan leik í 71:48-stórsigri Leicester Riders á Oakland Wolves í bresku atvinnumannadeildinni í dag. 

Sara skoraði 15 stig og tók fjögur fráköst á 25 mínútum en hún hefur skorað 15,7 stig, tekið 6,3 fráköst og gefið tvær stoðsendingar að meðaltali á tímabilinu til þessa og verið með betri leikmönnum Leicester. 

Liðinu hefur vegnað afar vel og er Leicester með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert